Eldur ólympíuleikanna fer nú um borgir heims. Eða á ég að segja: Eins og logi yfir akur. Í London urðu stanzlaus uppþot á vegi olympíueldsins. Af myndum má sjá haf brezkra lögregluþjóna og kínverskra öryggisvarða í gervi íþróttamanna. Okkur er sagt, að loginn sé í miðri þvögunni. Vonandi kviknar ekki í neinum. Svona á þetta eftir að verða víða um heim. Tákn leikanna verður að þessu sinni lögregluvernd. Þannig fer fyrir fyrir alþjóðanefnd, sem tekur pólitíska ákvörðun um að halda ólympíuleikana í stærsta fangelsi heims. Olympíuloginn sést ekki í London fyrir kínverskum öryggissveitum.