Ólykt af meirihlutaskiptum

Punktar

Ólykt er af nýjum meirihluta í Reykjavík, einkum af Birni Inga Hrafnssyni. Hann samdi í fyrrakvöld um framhald fyrri meirihluta. Var í gærmorgun á leið til fundar við þáverandi borgarstjóra. Í stað þess að mæta þar, fór hann á fund með minnihlutanum og skipti þar um skoðun. Hann gekk þar í nýjan vinstri meirihluta að hætti Reykjavíkurlistans. Áttavilltur akstur Björns um borgina nokkrar mínútur milli 10:25 og 10:30 í gærmorgun leiddi til nýs meirihluta. Þótt gamli meirihlutinn hafi riðað vegna ágirndar manna í Orkuveitumálinu, verður nýja fjórflokkastjórnin enn valtari í sessi.