Öll fífl dregin að landi?

Punktar

Ég fæ með engu móti skilið, að ríkissjóður þurfi að borga fimmtán milljarða í rugli Sparisjóðs Keflavíkur. Helminginn af rekstrarkostnaði Landspítalans. Hvernig í dauðanum kemur það skattgreiðendum við, hvernig rugludallar í bankarekstri haga sér á Suðurnesjum? Ætlar ríkið að styrkja alla græðgi fjármálageirans? Það mundi kosta margfalt IceSave. Sparisjóðir landsins hafa flestir verið starfræktir á botnlausu rugli árum saman. Skattgreiðendur hafa nóg á sinni könnu, þótt þeir séu ekki að skeina græðgislið um allt land. Ekki getur verið nein sjálfvirk krafa á ríkið að draga öll fíflin að landi.