Olíuleitin verður þungbær

Punktar

Rétt er ganga hægt um gleðinnar dyr olíugróðans. Mikið fé kostar að leita að olíu, hvort sem er á Drekasvæðinu eða Melrakkasléttu. Peningana þarf að eiga eða fá lánaða með þungum vöxtum, eins og kaupin gerast á eyrinni. Talsverðar líkur eru á, að ekkert komi út úr þessu. Ef eitthvað fæst upp í skuldir, verður það eftir mörg mögur ár. Fráleitt er, að olíuleit geti verið þáttur í tilraunum til að koma atvinnulífi úr kreppu. Þegar harðnar í ári freistast fólk til að halla sér að ævintýralausnum. Olían verður harðsótt ævintýri og það er ill iðja Össurar að halda því ævintýri að þjóðinni í kreppunni.