Lögreglustjórinn í Reykjavík á ekki að væla um andlegan styrk og aðstoð frá almenningi. Hann á að væla inn skýrt orðalag í lögreglusamþykkt. Þar sé sýnilegt ölæði í miðbænum gert refsivert. Fimmtíu þúsund krónur á fyrsta brot eða fimm daga fangelsi, ef ekki greiðast. Síðan hækki refsingar við ítrekuð brot. Að næturlagi um helgar eiga sérsveitir að ganga um miðbæinn og hirða upp háværa ofbeldisrafta. Svo má semja við eitt þriðja heims ríki um að taka við síbrotamönnum. Gegn gjaldi, sem þau geta ekki hafnað. Við þurfum með illu að losna við handóða fyllirafta. Gera þá bara landræka.