Okurverð á peningabréfum

Punktar

Endurskoðun KPMG er á kafi í fjármálafyrirtækjum, sem hafa sett þjóðina á hausinn. Samt var fyrirtækið látið meta verðgildi peningabréfa. Samtals upp á 300 milljarða, sem er fáránlega há tala. Enginn fagmaður telur, að hægt sé að selja bréfin á slíku verði eða nálægt slíku verði. Upphæðin er hreinlega meðgjöf skattgreiðenda til hinna gráðugu, sem leituðu hæstu vaxta og mestrar áhættu. Þar á ofan er komin forsenda fyrir að borga ofurverð fyrir slík bréf annars staðar í kerfinu. Í þetta fer þvílíkt gríðarmgn af peningum, að ekki verður afgangs fé til að koma atvinnulífi og fjölskyldum aftur í gang.