Sennilega var mörgum kalt á Íslandi, þegar Gallup kannaði skoðanir í 57 ríkjum. Öfugt við aðrar þjóðir telja Íslendingar hlýnun jarðar ekki vera alvarlega ógn. Tveir þriðju útlendinga óttast hlýnun jarðar, er meirihluti Íslendinga er ósammála. Þráin í mildara veður við útigrillið hefur litað skoðanir okkar. Því er hér á landi ekki að vænta almenns stuðnings við aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum. Gallup telur, að hreint vatn og gott loft geti skýrt sérstöðu Íslendinga. Samkvæmt því þarf meira að ganga á til að Íslendingar átti sig á neikvæðum þáttum loftslagsbreytinga.