Því miður er ekkert til í kjaftsögum um framhjáhald Steingríms Sigfússonar. Ekki frekar en Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hér skortir allt alvöru sex í pólitík. Ég er ekki að biðja um geðveikina í Berlusconi, en vísa bara til franskra stjórnmálamanna og -kvenna. Þar er hefðin, að öll haldi framhjá, annars næðu þau ekki kjöri. Framhjáhald er aðeins hneyksli í engilsaxneskum löndum, þar sem fólk er fullt af kristilegri strangtrú. Vestan hafs hrekkur fólk úr pólitík, ef það ráfar út af þrönga veginum. Við hér norður við íshaf erum svo nánast kyndauf. Hér mætti vera safaríkara að skrifa um póltíkusana.