Okkur vantar farseðlaskatt

Punktar

Því miður sóa Íslendingar meiru í ferðalög erlendis en erlendir ferðamenn sóa í ferðir hérlendis. Svo var ekki eftir hrunið og til skamms tíma. Sýnir léttari fjárhagsstöðu fleiri fjölskyldna. Skuggahliðin er, að þetta dregur úr viðskiptajöfnuði þjóðfélagsins. Við þurfum jafnvægi í þjónustujöfnuði gagnvart útlöndum, svo að hinn jákvæði jöfnuður á vöruskiptum nýtist betur. Hömlur Seðlabankans á notkun gjaldeyris koma ekki að fullu gagni. Betra ráð er að leggja skatt á ferðalög til útlanda, bæði með innlendum og erlendum flugfélögum. Með 5000 króna farseðlaskatti á ferðalög, er hefjast á Íslandi.