Ójöfnuður vex

Punktar

Átta auðjöfrar eiga jafnmikið og helmingur mannkyns. Gæfu þeir fé sitt, væri hægt að útrýma fátækt í heiminum. Þetta ójafnvægi sýnir vel, hversu lítið er að marka meðaltöl á borð við þau, sem Hagstofa Íslands gefur út. Þau geta verið frekar há á heimsvísu. En segja ekkert um þá, sem eru á jaðrinum, efst eða neðst. Til dæmis ekki um stöðu lægstu 10%. Vitum hins vegar án hjálpar Hagstofu, að tugþúsundir lifa undir fátæktarmörkum. Í ferðabransanum eru algeng laun 250 þúsund á mánuði. Mikill hluti aldraðra og öryrkja hefur undir 180 þúsundum. Ójöfnuður hefur aukizt frá 2013 undir hægri stjórn. Salek-samkomulag á vinnumarkaði mun gera illt verra.