Óhrein Leifsstöð

Punktar

Nú er loksins komið í tízku að axla ábyrgð í pólitík. Það gildir þó ekki um embættismenn, sem eru þögulir eins og gröfin um, að Leifsstöð hefur glatað skráningu Evrópusambandsins sem gildur öryggisaðgangur inn í Evrópu. Íslenzkir embættismenn í utanríkisráðuneyti og í Leifsstöð hafa sofið á verðinum. Þeir hafa væntanlega ímyndað sér, að Evrópa sætti sig við, að öryggi í Leifsstöð sé alvarlega ábótavant. Þetta er dæmi um, að í kerfinu eru óhæfir embættismenn að skaða hagsmuni landsins. Annað dæmi er skortur á lögum um torfæruhjól og akstur þeirra utan vega.