Óhófleg sáttfýsi

Punktar

Prinsípfesta er ekki elítismi eða verkleysa fremur en að opnun í alla enda hafi  sáttfýsi og vinnusemi í för með sér. Prinsípfesta og sáttfýsi hafa hvort um sig neikvæðar hliðarverkanir. Nú stöndum við andspænis þeirri vissu, sem áður var bara grunur, að einn flokkur er hreinn bófaflokkur. Í Sjálfstæðisflokknum eru nánast allir fjárglæframenn landsins, þar á meðal formaðurinn. Flokkurinn er krabbamein í pólitíkinni, rétt eins mafían væri beinn aðili að stjórn Ítalíu. Svik og svindl, lögleysa og leyndarhyggja einkenna flokkinn. Vinstri grænum ber engin lýðræðisleg skylda til að leysa stjórnarkreppu í samstarfi við bófa-smáflokk með 25% fylgi.