Óheiðarleikinn

Punktar

Það eru fleiri en Ásgerður Guðmundsdóttir, sem fara með fleipur. Allt of margir viðmælendur fjölmiðla láta sér fátt um finnast um sannleikann, segja eitt í dag og annað á morgun, allt eftir því hvernig vindur blæs hverju sinni. Frægasta dæmið er Kári Stefánsson, sem árum saman hefur leikið körfubolta á sama stað. Af óútskýrðum ástæðum hentaði það honum nýlega að halda fram, að hann hafi aldrei leikið körfubolta og sízt á þessum stað. Þessi fullyrðing átti að vera fyndin, en sýnir um leið virðingarleysi fyrir sjálfum sér og orðum sínum. Þess vegna þarf að eiga allt á bandi.