Óháðir á vegum Engeyings

Punktar

Nefnd Bjarna Benediktssonar um fjárlög kallast í fjölmiðlum „Óháðir sérfræðingar á vegum stjórnvalda“. Heitið er dæmigert um hlýðni óháðra fjölmiðla við orðaval úr tilkynningum óháðra blaðurfulltrúa á vegum stjórnvalda. Þarna hefur BB safnað hópi nýfrjálshyggjufólks til að skýra, hvernig og hvers vegna þurfi að skera á velferðina. Þörfin meinta stafar af óbærilegum niðurskurði gjalda á 1% ofurríkra, sem stjórna þrælabúðunum Íslandi. Flóknara er það ekki. Nýfrjálshyggja tók völdin í pólitískum trúarbrögðum á vesturlöndum nokkru fyrir aldamót. Hefur síðan ungað út dæmum um „græðgi er góð“ og skrapað upp limið í samfélögum vestrænna þjóða.