Ögmundur veikir Jóhönnu

Punktar

Andstaðan við eftirgjöf í IceSave eykst við, að Ögmundur Jónasson hættir sem ráðherra. Brottför hans veikir Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún græðir ekkert á að hafa fælt hann úr ríkisstjórninni. Hann var helzta haldreipið í áliti almennings, ráðherra með sjálfstæðar skoðanir. Eins konar þjóðstjórn leysir ekki málið. Því að stjórnarandstaðan er beinlínis andvíg IceSave, burtséð frá fleiri eða færri fyrirvörum. Harðar gagnkröfur Bretlands og Hollands eru að hindra lausn málsins. Jóhanna er í vanda með sáttastefnu sína. Verður að hafna viðbárum Bretlands og Hollands. Annars fellur hún og fallið er hátt.