Ögmundur skipar nefndir

Punktar

Ekki er til það vandamál, að Ögmundur Jónasson sé ekki reiðubúinn til að skipa nefnd í málið. Árum saman hefur verið vitað, að Útlendingastofnun er biluð plata, sem aðeins getur sagt Nei. Þegar alþjóð hneykslast á synjun dvalarleyfis fyrir Priyönku Thapa, getur Ögmundur ekki neitt. Muldrar bara um, að hann muni skipa starfshóp til að endurskoða starfsreglur um meðferð slíkra umsókna. Enginn mannsbragur er á Ögmundi í þessu frekar en í öðru. Fyrstu verk hans sem ráðherra fólust í að láta fljúga með sig út og suður um landið til að klippa borða. Fáir valda eins miklum vonbrigðum og Ögmundur.