Ógilt lögmál múslima

Punktar

Trú múslima er miðlæg, enda fóru endurreisn og franska byltingin framhjá þeim. Trúin er jaðarmál eða einkamál í vestrænum löndum. Hér gildir mannréttindaskrá, sem ríki múslima höfnuðu. Hafa í staðinn sína sharia-mótuðu Kairó-yfirlýsingu. Þótt vestræn ríki hagi sér oft dólgslega í þriðja heiminum, eru mannréttindi miðlæg í vestrænni hugsun. Því flykkja allir sér um Charlie Hebdo, þótt margir séu ósáttir við efni blaðsins. Vesturlandabúar vilja aðhald með valdinu, einnig því sem birtist í kirkju eða mosku. Múslimar trúa hins vegar á túlkun sína á sharia-lögmáli kóransins. Sharia gildir ekki og mun seint gilda hér á landi.