Ógeðslegar flokksofsóknir

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn bjó á fyrri áratugum til ógeðslegt kerfi persónunjósna og kosningaeftirlits, atvinnuofsókna og skerðingar á ferðafrelsi. Sumu af þessu deildi Flokkurinn með bandaríska sendiráðinu, sem hefti ferðir fólks vestur um haf. Allt þetta vissum við, en margt var staðfest í ævisögu Gunnars Thoroddsens, sem kom út fyrir jólin. Flokkurinn gerði samkomulag um margt við Framsókn, til dæmis um skiptingu starfa og verkefna. Þetta var verulega ógeðslegt kerfi, stutt í áratugi af Mogga undir ritstjórn Styrmis Gunnarssonar. Síðbúið er, að hann lýsi því kerfi hans sjálfs sem ógeðslegu.