Ógeðslega þjóðfélagið

Punktar

Þótt gróðinn hrannist upp í ferðaþjónustu og sjávarútvegi fer ekkert af sælunni til þeirra sem minnst mega sín. Það eru þeir húsnæðislausu, svo og öldungar og öryrkjar. „Nú er ekki rétti tíminn til þess“ segja þeir, sem flytja gróðann til Panama. „Þetta er ógeðs­legt þjóð­fé­lag, þetta er allt ógeðs­legt“, segir fyrrum ritstjóri Mogga, seint og um síðir. Yfirstétt samfélagsins er gegnrotin, jafnvel hæstaréttardómarar. Stærsti stjórnmálaflokkurinn er sótsvartur bófaflokkur, nú um stundir undir Panama-stjórn. Bófarnir fá afskrifað að vild, en almenningur er krossfestur. Hér duga ekki einu sinni kosningar, kjósendur eru vangefnir sauðir.