Ofverndaður þjófaréttur

Punktar

Erfiðara er að endurheimta eignir á Íslandi en annars staðar. Hér öðlast þjófurinn eignarétt, sem erfitt er að vinda ofan af. Ef sett eru lög um eignaupptöku fjármálabófa, mun Hæstiréttur úrskurða þau ógild vegna ákvæða í stjórnarskrá. Þess vegna munu margir fjárglæframenn koma undan peningunum, sem þeir hafa stolið af bönkum, ríkinu, skattgreiðendum, velferðarþegum. Upptaka á stolnu fé er hér ólögleg, þótt hún sé lögleg annars staðar. Því þarf stjórnlagaráð að setja ákvæði í nýja stjórnarskrá, sem heimilar upptöku fjár hjá þeim, sem skófu bankana að innan og komu fénu undan réttvísinni.