Ofurþægir fjölmiðlar

Punktar

Fjölmiðlarnir tuggðu eigendaskýrslu Landsvirkjunar gagnrýnislaust með kaffinu í morgun. Arðsemin í skýrslunni byggist annars vegar á, að Landsvirkjun greiði ekki fyrir opinberar ábyrgðir og umhverfistjón, og hins vegar á reikningsforsendum, sem Landsvirkjun gefur sér sjálf. Með öðrum reikningsforsendum hafa menn komizt að allt öðrum niðurstöðum. En fjölmiðlarnir hafa því miður ekki burði til sýnar yfir málið í heild. Okkur hrekur inn í tíma, þar sem stórhveli efnahagslífsins ráða innihaldi ofurþægra og vanmáttugra fjölmiðla.