Ofurmáttur íhaldsflokkanna

Punktar

Þegar mest var þörfin á breytingum í stjórn landsins, reyndust margir kjósendur hrökklast í skjól stöðnunar. Þess vegna fylgir 35 þingmanna hópur íhaldsflokkunum þremur, Sjálfstæðis, Vinstri grænum og Framsókn. Breytingasinnuðum flokkum tókst ekki að ná meirihluta, bara 28 þingmanni. Þar hafna menn flokki Sigmundar, svo að þingmannatalan fer niður í 21 mann. Með því að draga Vinstri græna yfir til sín, færi þingmannatalan upp í 32 manna meirihluta. Þess vegna er kominn tími til að breytingahópurinn tali í alvöru við 4 þingmanna Ingu Sæland. Bara bull er, að hún sé óstjórntæk. Hún er beinlínis forsenda stjórnar breytingaflokka og alþýðuvina.