Starfsmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru í hópi þeirra, sem hafa verið mest yfirborgaðir miðað við árangur í starfi. Voru sagðir þurfa hátt kaup, svo að þeir færu ekki að vinna hjá bönkunum. Stefnan náði ekki þeim árangri, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hindruðu bankana í að fara á hausinn. Hindraði ekki Seðlabankann í að fara á hausinn um svipað leyti. Því er kyndugt, að Seðlabankinn skuli enn beita gömlu röksemdinni gegn hófsemi í kjörum starfsfólks bankans. Sömu fjárkúgun og áður. En rök fjárkúgunarinnar féllu fyrir ári. Ekkert bendir til að ofurlaun leiði til betri vinnubragða.