Auðvitað þarf að skera niður hjá öldruðum og öryrkjum eins og öðrum. En að byrja á þeim hlýtur að teljast öfugur endir. Fyrst á að hefja markvissar og sýnilegar aðgerðir gegn hagsmunum Björgólfs Thor Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar, eigendum IceSave, svo og útrásarvíkinga, sem hafa komið fé undan til skattaparadísa. Stjórnin hefur ekki sýnt einbeittan áhuga á að koma lögum og réttlæti yfir þá, sem ollu tjóninu. Áhugaleysið sker í augu og eyru, þegar við sjáum og heyrum aðgerðir hennar gegn fátæklingum. Linnulaust blaður um samstöðu þjóðarinnar er til lítils meðan skúrkarnir njóta verndar.