Chris McGreal segir í Guardian í morgun frá vafasömum fjármálum Ariel Sharon og varpar ljósi á ofsafengna kosningabaráttu í Ísrael, þar sem froðufellandi prédikarar að hætti Hitlers fara á kostum. Lýsingin er stíl við það ruddalega ofstækisþjóðfélag, sem ég kynntist í Jerúsalem fyrir nokkrum árum. Þar olnboguðu menn sig áfram á gangstéttunum og ruddust inn í lyftur, um leið og þær opnuðust, án þess að hleypa hinum út, sem þar voru fyrir. Ég hlustaði á nokkra stjórnmálaleiðtoga, sem töluðu ensku við blaðamenn, og varð ekki um sel, sérstaklega þegar Ehud Olmert borgarstjóri talaði. Þessir menn töldu Palestínumenn greinilega vera eins konar dýrategund. Mér létti ekki fyrr en viku síðar, þegar ég komst yfir Allenby-brúna úr þessu þrúgandi samfélagi yfir til notalegrar Jórdaníu. Það var eins og að vera kominn aftur til gamalkunnugrar Evrópu.