Össur Skarphéðinsson var iðnaðarráðherra, er hann réði Guðna A. Jóhannesson sem orkumálastjóra. Sá hefur síðan vakið athygli fyrir glórulaust ofstæki í virkjanamálum. Allir aðilar eru andvígir tilraunaborunum í Grændal, þar á meðal Össur sjálfur, sem ber ábyrgð á sérvitringnum. Umhverfisráðuneytið úrskurðaði í tvígang, að ekki beri að hrófla við Grændal, síðast í september í haust. Iðnaðarráðherra vísaði frá óskum um boranir í Grændal. Svæðið fékk hæstu einkunn í rannsókn á svæðum, sem beri að friða. Engu máli skiptir, hverjir stjórna landinu, ofstækisfullir sérvitringar ráða samt ferðinni.