Ofstækið er að linast

Punktar

Tryggð ofstækismanna í stjórn Reykjavíkur við óþolandi skipulagshugmyndir eru að byrja að linast. Nú er hætt að tala um brautarteina eða loftlínur rafmagns og einfaldlega talað um hraðferðir strætisvagna. Þá eru oddvitarnir komnir niður á jörðina. Auðvelt er að efla strætó, hjólreiðar og göngur án þess að „tefja fyrir“ bílaumferð eins og áður var lagt til í einu af plöggum ofstækismanna. Ástæðulaust er að kljúfa kjósendur í tvo hópa með því að ráðast gegn einkabílisma. Betra er að efla allar samgöngur og leggja Miklubraut í stokk eða göng á 3 km kafla. Svo þarf líka að ráðast gegn ofstæki í þéttingu byggðar í elztu hverfum borgarinnar.