Guardian fjallar um aukinn ofsa í veðurfari jarðar. Ofsaþurrkar og ofsaflóð, ofsahitar og ofsakuldar, hvirfilbyljir og jarðskjálftar valda vikulega vandræðum einhvers staðar. Flóð og stormar hafa þrefaldazt á þrjátíu árum. Heimsmet eru slegin nánast vikulega. Hér eru það eldgosin og síðbúið sumar, í Bandaríkjunum eru það hvirfilbyljir og sjávarflóð. Jafnvel í Noregi flæða ár yfir bakka sína. Fréttir af hamförum skipa aukið rúm í fjölmiðlum. Jörðin er orðin óútreiknanleg. Sú spurning vaknar, hvort hún sé orðin þreytt á þessu mannkyni. Sem valtar yfir náttúruna í vaxandi græðgi og tillitsleysi.