Rússland og Kína eru beztu dæmin um misjöfn örlög ríkja eftir hagstefnu. Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Heimsviðskiptastofnunin réðu ferð Rússlands, en Kína fór eigin leiðir. Rússland hrundi og Kína varð heimsveldi. Þríeykið rak lengi ofsatrú hnattvæðingar og markaðsvæðingar. Kvaldi fátækar þjóðir þriðja heimsins til að fylgja trúnni. Kína, Indland og Malaysía neituðu og urðu auðug ríki. Þetta segir Joseph Stiglitz nóbelshagfræðingur um lærdóm sinn sem aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Hér á landi trúa Samfylking og ríkisstjórn enn á ofsatrúarboðskap þríeykisins.