Ofsatrú á óhæfu liði

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon virðist halda, að fyrri eigendur fyrirtækja séu þeir einu, sem geti rekið þau. Þess vegna lét hann ríkið spýta í Byr, Saga Capital, Hildu, SpKef, VBS og Sjóvá. Er samt rekstrarsaga þeirra skelfileg. Öll hefðu þau átt að fara á hausinn. Hæstbjóðendur hefðu tekið við rekstri þeirra, þar á meðal skuldbindingum þeirra. Nógu hart lék okkur Geir Haarde, þótt Steingrímur hagi sér ekki eins og hann syndi í gulli skattgreiðenda. Gjaldþrot eru aðferð til að skipta út óhæfu liði. Sama er í sjávarútvegi. Hann á að fá að fara á hausinn og hæstbjóðendur að taka við honum.