Margir Íslendingar eru sannfærðir um að ná rétti sínum í dómsmálum. Vísa til lagaákvæða, sem þeir telja sér hagstæð. Átta sig ekki á, að lagatæknar finna alltaf einhver ákvæði, sem henta þeirra málflutningi. Enginn veit, hvað af þessum orðhenglum verður svo notað við dómsúrskurð. Menn hafa engin tök á að láta dómara dæma eftir sínum orðhenglum og ekki annarra. Dálæti á dómsmálum ber því vott um þrönga og áhættusækna sýn. Skynsamt fólk treystir ekki á réttlæti dómsniðurstaðna. Það reynir að semja um útkomu, sem báðir aðilar geta þolað. Samningar eru siðaðri og traustari en dómsúrskurðir út úr kú.