Ofsakristinn með eggvopn

Punktar

Mér kemur ekki á óvart, að maðurinn, sem stakk börn sín með eggvopni, sé kristinn ofsatrúarmaður. Sem hampar biblíunni og hatar homma, brottrækur af vefsvæðum fyrir dólgshátt. Mín reynsla af fólki er orðin löng. Mér finnst ofsakristnir vera verri en annað fólk. Ofsakommar voru ekki svona slæmir í gamla daga. Ofsakristið fólk hefur harða sannfæringu og hatar villutrúaða. Það hefur trúarrit, sem það getur teygt og togað að vild. Jafnframt haldið fram, að bókin svari öllum spurningum og feli í sér spádóma. Biblían er að mínu viti ekki minni uppspretta ofbeldis í nútímanum en illræmdur kóraninn.