Ófróður um eigendastefnu

Punktar

Kristján Jóhannsson var rekinn úr bankaráði Arion. Fyrir hvað? Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Bankasýslunnar segir hann ekki hafa brotið neitt af sér. Hann hafi fylgt eigendastefnu ríkisins. Misheyrðist mér? Kristján braut einmitt meginatriði í eigendastefnunni. Hann studdi, að yfirbankabófi Arion fengi hærri laun en aðrir yfirbankabófar. Stríðir gegn sjálfu plagginu. Það undarlega er, að Þorsteinn veit ekki um eigendastefnu ríkisins, þótt hann sé formaður Bankasýslunnar. Meira en lítið er athugavert við Bankasýsluna, svo sem dæmin sanna. Steingrími J. Sigfússyni ber að reka Þorstein sjálfan.