Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar og Norðlingaölduveitu eru fjórir af hverjum tíu Íslendingum og mynda mjög öflugan og sannfærðan minnihluta, sem hefur ekki gefizt upp við að reyna að verja ósnortin víðerni landsins fyrir ásælni stjórnvalda. Fyrirhugaðar öfgaframkvæmdir á hálendinu verða um langan aldur myllusteinn um háls núverandi ráðamanna þjóðarinnar og ráðamanna Samfylkingarinnar. Skuldsetning skattgreiðenda og orkunotenda í þágu varanlegs tjóns á einstæðum perlum í náttúru Íslands mun seint falla mönnum úr minni.