Margir kvarta um, að lífeyrissjóðir geri of mikla ávöxtunarkröfu. Verkefni séu ekki svo arðsöm, að þau standi undir kröfunni. Menn lífeyrissjóðanna svara, að þessa arðsemi þurfi til að standa undir lífeyri sjóðfélaganna. Vandinn er, að prósenta lífeyrisgreiðslna stendur ekki undir elliárum fólks. Verkalýðsrekendur bera ábyrgðina. Hafa samið um of lága prósentu í greiðslum til lífeyris. Töldu lýðnum trú um, að gætt hefði verið hagsmuna hans. Svo er alls ekki. Greiðsluprósentur í lífeyrissjóði þurfa að hækka og um leið getur ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða lækkað. Laga þarf þessa kerfisvillu fjármála.