Egill Helgason segist ekki skilja umhverfissinna. Það er ekki von, því að fyrirbærið er margslungið. Ólafur borgarstjóri, Jakob Frímann og Kristín Halldórsdóttir höfðu forustu í andstöðu við virkjun Eyjabakka. Andri Snær Magnason, Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson höfðu siðferðilega forustu í andstöðu við Kárahnjúkavirkjun. Heimamenn hafa forustu í andstöðu við virkjun neðri hluta Þjórsár og Bitruvirkjunar. Auk margra meginstrauma umhverfisverndar er svo tímans rás, sem herðir allar kröfur. Hjörleifur er ekkert sameiningartákn. Egill skilur líklega ekki heldur Sjálfstæðisflokk.