Of dýr ríkiskirkja

Punktar

Ríkiskirkjan er ekki þjóðkirkja. Hún nýtur ríkisverndar, ekki þjóðarverndar. Ríkið skrifar ómálga börn inn í kirkjuna. Þú þarft að hafa fyrir því að losna úr bóndabeygjunni. 32% kirkjusókn um jól sýnir, að minnihluti þjóðarinnar er ríkiskirkjulega kristinn. Aðrir eru áhugalausir eða sinna sinni barnatrú án milligöngu ríkispresta. Kirkjan felur sig bakvið þennan óviðkomandi meirihluta. Hér á að ríkja trúfrelsi samkvæmt stjórnarskrá, þótt kirkjan njóti samkvæmt henni verndar ríkisins. Sú vernd gengur úr hófi fram, þegar ríkiskirkjan hefur forgang að trúboði í skólum og ríkisútvarpi og prestar eru allir ríkisreknir.