Lággjaldaflugfélögum vegnar vel beggja vegna Atlantshafsins. JetBlue hefur pantað 100 Airbus vélar í bandarísku innanlandsflugi og Ryanair og EasyJet hafa pantað 120 Airbus vélar í Evrópuflugi. Angi þessarar þróunar kom tímabundið til Íslands með Go, sem nú er hluti af Ryanair. Þráðurinn hefur verið tekinn upp í ferðum Iceland Express, sem tengist ódýru flugi annarra flugfélaga frá Stansted. Um daginn kostaði far frá Íslandi um Stansted til Bruxelles minna en 20.000 krónur fram og til baka. Roger Collis skrifar í International Herald Tribune um gott gengi ódýru flugfélaganna.