Ódrukknir þingmenn og blaðamenn

Punktar

Gerði merka uppgötvun í Róm. Var í hádegi á Piccola Roma, þar sem þingmenn, blaðamenn og almannatenglar snæða. Andspænis þinghúsinu við Via degli Uffici del Vicario 36, 200 metrum frá höfuðgötunni Corso. Fékk þar Prosciutto San Daniele, Risotto pescatore og Abbacchio forno. En það var ekki málið. Leit í kringum mig að áliðinni máltíð. Alls staðar var vín á borðum, en flöskurnar voru enn treikvart fullar. Og glösin voru enn treikvart full. Þegar menn stóðu upp, voru glös og flöskur svona eftir á borðum. Uppgötvun mín var, að ítalskir þingmenn, blaðamenn og almannatenglar drekka nánast ekki vín.