Observer: Dyr helvítis

Punktar

“Veizlan er búin hjá Íslandi, landinu, sem reyndi að kaupa heiminn.” Þetta er fyrirsögn brezka Observer í morgun. Fjallar um lífið á Íslandi þessa haustdaga. Góð fyrir ferðabransann, en skelfileg fyrir krónuna og bankana. Eftir lestur hennar hlaupa Bretar út í banka á mánudaginn til að taka út peningana hjá útibúum íslenzku bankanna. Eftir lesturinn dettur engum Breta í hug að kaupa krónu. Greininni lýkur með viðtali við tvær íslenzkar mæður á bar í Reykjavík. Þær drekka eina flösku af rauðvíni til að gleyma börnunum og aðra til að gleyma kreppunni. “Dyr helvítis”, segir blaðið.