Þegar á reynir, hefur Sjálfstæðisflokkurinn engan áhuga á frjálsum markaði. Útboð eru honum aðeins kær, ef þau styðja einkavinavæðingu. Að undirlagi flokksins tók Jórunn Frímannsdóttir ekkert mark á markaðslögmálum. Sinnti ekki lægsta boði SÁÁ, þrautreyndra samtaka. Tók hins vegar miklu hærra tilboði einkavina í hlutafélaginu Heilsuverndarstöðin. Sem var byggt á fölskum forsendum, fyrirtækið hafði ekki húsnæði. Samningurinn við það er nú hrokkinn til baka. Kannski neyðist Sjálfstæðisflokkurinn til að semja við þann, sem átti bezta boðið. En það er ekki af fúsum og frjálsum vilja.
