Óbeinar reykingar

Punktar

Reykingabann var á opinberum stöðum, veitingahúsum og krám í Helena í Montana í Bandaríkjunum frá því í júní í fyrra þangað til í desember sama ár, þegar samtökum tóbaksframleiðenda tókst að fá banninu hnekkt. Þá sex mánuði, sem bannið var í gildi, hrapaði tíðni hjartaáfalla í þessari 66 þúsund manna borg um 58% og reis jafnhraðan aftur í fyrri tíðni, þegar bannið gekk úr gildi. Þessar sveiflur voru rannsakaðar í Kaliforníuháskóla og varð niðurstaðan sú, að þær voru taldar sönnun þess, að óbeinar reykingar séu lífshættulegar. Rosemary Ellis segir frá þessu í New York Times.