Condoleezza Rice segir í dag í Financial Times, að Barack Obama muni fylgja stríðsstefnu George W. Bush. Sem var búinn að semja við leppstjórn sína í Írak um brottför hernámsliðsins. Ekki er líklegt, að Barack flýti því ferli. Hann er líka sagður styðja fjölgun í hernámsliðinu í Afganistan um tugi þúsunda. Þar hafa stjórnarandstæðingar sótt fram að undanförnu. Rice talar sérstaklega um, að Obama muni halda áfram andstöðu Bush við kjarnorkuáætlun Írans. Og allir vita, að Obama er hallari undir Ísrael en sjálfur Bush. Þótt Obama sé framför í umhverfismálum, er hann alls engin framför í stríðsmálum.