Þótt heimurinn fagni sigri Barack Obama, má ekki reikna með, að allt falli í ljúfa löð í heiminum. Eins og aðrir frambjóðendur í Bandaríkjunum er Obama eign auðjöfra. Þeir borguðu mikinn hluta kostnaðarins við framboðið. Meðal þeirra, sem borguðu hálfa til heila milljón dollara voru ýmsir helztu stórbankar landsins. Þar eru Goldman Sachs, Morgan Chase, Morgan Stanley og Citigroup. Einnig Microsoft, IBM og Google. Slíkir aðilar þurfa að fá eitthvað fyrir snúð sinn. Svo sem meiri og meiri markaðs- og hnattvæðingu.
Og ekkert bendir til, að Obama hætti að reka stríð í þriðja heiminum.