Óbærilegt líf

Punktar

Lífið er sumum ykkar óbærilegt. Þarft að vinna of langa daga. Hver fjölskylda þarf tvær fyrirvinnur. Þú eyðir miklum tíma í ferðir í vinnuna. Þar eru verkefnin hver öðru lík og innihaldslaus. Uppsagnir margfaldast og óöryggi veldur sálrænum sjúkdómum. Láglaun hafa lækkað í hlutfalli við önnur laun. Skuldir hafa gert þig að skuldaþræl. Þú hamast og stendur samt ekki einu sinni í stað, heldur hrekstu undan storminum. Hrekst úr einni vinnu í aðra, reynir að eiga fyrir afborgunum og að eiga fyrir nauðsynjum. Þú óttast um öryggi þitt í ellinni. Lífið er þrældómur. Gerum uppreisn gegn nýfrjálshyggjunni og losum okkur úr þrælahaldi ofurgreifanna.