Útrásarvíkingar og bankabófar rændu þjóðina hundruðum milljarða króna. Hefði verið kallað bankarán í gamla daga. Núna heitir það mildum orðum á borð við markaðsmisnotkun, skjalafals, bókhaldsbrot. Þannig kemst kerfið upp með að láta alla bófana leika lausum hala þremur árum eftir hrun. Kerfið er ekki í stakk búið til að taka á stærri þjófnaði en kippu af bjór. Lagatæknar og lagasmiðir eru orðnir íslenzkufræðingar og keppast um að finna saklaus orð yfir framferði þeirra. “Að fara á svig við lög” hefur leyst orðið lögbrot af hólmi. Jafnvel hinn sérstaki ríkissaksóknari notar nýyrði af þessum toga.