Það er ekki af tilfinningasemi, að hér í Dagblaðinu hefur hvað eftir annað verið varað við samningum við Breta um veiðar innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar. Andúðin á samningum byggist ekki á reiði í garð Breta fyrir framkomu freigátna þeirra og dráttarskipa á miðunum. Hún byggist hins vegar á þeirri skoðun, að við höfum aðstöðu til að hafna samningum og standa við það.
Að sjálfsögðu hafa menn viðbjóð á framkomu Breta, en slíkt á ekki að ráða því, hvort samið er eða ekki. Við gætum hafa verið í svo erfiðri aðstöðu, að við neyddumst til að beygja okkur fyrir ofbeldínu og semja. En sem betur fer er aðstaða okkar sú, að með tíð og tíma náum við óskertum 200 mílum í skjóli hafréttarráðstefnunnar, ef kjarkur ráðherra bilar ekki svo mjög, að þeir semji í óðagoti.
Sama er að segja um hin nýju viðhorf hér á landi gagnvart varnarliðinu og Atlantshafsbandalaginu. Það væri óráðlegt að reyna aðó hefnast á þessum stofnunum fyrir að hafa ekki dansað eftir okkar línu Í landhelgisdeilunni. Hins vegar er löngu orðið tímabært, að við lítum þessar stofnanir raunsærri augum, án tillits til landhelgismálsins.
Við getum ekki reiknað með því að komast upp á milli gamalla bandamanna eins og Bandaríkjamanna og Breta. Við þurfum ekki að fara upp á háa sé, þótt Kissinger fullvissi Breta um, að Íslendingum verði ekki leigðir Ashville bátar. Alveg eins getum við verið vissir um, aðó varnarliðið fer ekki að verja okkur gegn helzta bandamanni Bandaríkjanna. Það eru aðeins sögulegar staðreyndir, sem ástæðulaust er að ergja sig á.
Alveg á sama hátt verðum við að viðurkenna, að Bretland er mikilvægara Atlantshafsbandalaginu en Ísland. Við getum því ekki ætlazt til, að bandalagíð snúizt gegn Bretum fyrir okkar orð. Það hefur því ekkert gildi fyrir okkur að láta eins og óþæg börn og heimta úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og brottför varnarliðsins í hefndarskyni fyrir getuleysi þessara stofnana gagnvart Bretlandi.
Í Atlantshafsbandalaginu eigum við að sinni að láta við það sitja að kalla sendiherra okkar heim og neita að sitja með brezkum fulltrúum fundi í nefndum og ráðum bandalagsins. Við segjumst þá ekki geta starfað í varnarbandalagi með Bretum og erum ekki um leið að varpa rýrð á bandalagið sem slíkt.
Ástæðulaust er að tengja saman landhelgismálið og dvöl varnarliðsins. Hins vegar er löngu orðið tímabært að endurskoða frá rótum samstarfið um varnarmálin. Til skamms tíma hafa menn annað hvort verið hernámsandstæðingar eða stuðningsmenn Varins lands, hvort tveggja af trúarhita og oft án rölegrar og kaldrar yfirvegunar.
Nú er hints vegar að magnast sú skoðun, að varnarliðið sé ekki fyrst og fremst fyrir okkur, heldur hlekkur Í varnarkeðju Bandaríkjanna. Jafnframt eru menn farnir að efast stórlega um varnargildi varnarliðsins, ef til átaka kæmi. Þessum raunsæju viðhorfum fylgja áleitnar spurningar um kostnað og tekjur af varnarliðinu. Þær spurningar eiga fullan rétt á sér.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið