Jónas Haralz sagði í viðtali við Ríkisútvarpið, að stóriðja og virkjanir séu framhald ástands, en ekki leið út úr efnahagsvanda. Á sama tíma gengur Óskar Bergsson berserksgang í Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis. Vill eyðileggja Langasjó með því að gera hann að miðlunarlóni fyrir nýja Tungnárvirkjun. Gamall tími álbræðsludýrkunar og nýr tími netþjónabúa og annarra atvinnuvega nýrrar aldar togast á hvarvetna í samfélaginu. Framsókn er frá fornu höll undir gamaldags atvinnuvegi, samanber Óskar Bergsson. Og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa svikið náttúruverndarstefnu flokksins.
