Lögin um gjaldeyrishöft eru gott dæmi um fjögur handarbök og tíu þumalputta Geirs Haarde. Þau banna beinlínis erlendar fjárfestingar á Íslandi. Þar með er ógnað áætlunum um netþjónabú, sem voru komin áleiðis. Slík bú nota mikið rafmagn og veita hátekjustörf. Einmitt það, sem okkur vantar núna, banna ríkisstjórn og Alþingi. Að þessu máli hafa komið ráðgjafar stjórnarinnar, sem sömdu frumvarpið. Ríkisstjórnin, sem lagði það fyrir þing. Og Alþingi, sem samþykkti það. Af öllu því, sem hægt var að gera í gjaldeyrishruni þjóðarinnar, eru nýsamþykkt lög það allra vitlausasta og hættulegasta.