Apple gaf okkur iPod, svo að við þurfum ekki lengur að þola hina óbærilega háværu þögn heimsins. Nú hefur Apple gefið okkur tækni fyrir sjónvarpsþætti á iPod, svo að við þurfum ekki lengur að þola útsýnið. Nýja tækið hefur rúmlega 6 sm skjá og getur hlaðið niður “Desperate Housewives” fyrir tæpa tvo dollara eða 150 krónur. Ætlunin er, að fólk noti tækið til að sjá þætti úr sjónvarpi fremur en bíómyndir. Vonandi leiðir þessi tækni ekki til árekstra í umferðinni, en sætt er til þess að vita, að veruleikafirring okkar getur orðið fullkomin. Við þurfum hvorki að heyra né að sjá umhverfið.